Kannanakerfi

Algengar spurningar (Frequently Asked Questions eða FAQ)

Af hverju er tvennskonar innskráning?

Fyrsta innskráningin er fyrir viðskiptavinasvæði þitt. Í viðskiptavinasvæðinu sérð þú um reikningagerð þína og samninga. Kannanakerfið hefur sína eigin innskráningu og er aðskilið frá reikningagögnum. Það er ekki óalgengt að stjórnendur sjái um reikningagerðina og starfsmenn skrái sig bara inn í kannanakerfið.

Hvernig virkar greiðsla með greiðslukorti?

Reikningur þinn er framlengdur í 1 mánuð eftir að prufutímabilinu er lokið og á sama tíma í hverjum mánuði. Þannig að ef þú skráir þig 14. júní, þá mun prufutímabilinu ljúka þann 21. júní og þá er fyrsta mánaðargreiðslan tekin út af korti þínu.

Hvað ef greiðslu minni er hafnað?

Ef greiðslu þinni er hafnað þá mun kerfi okkar reyna mörgum sinnum í 3 daga í viðbót. Ef greiðsla hefur ekki enn tekist eftir það þá verður samningnum lokað og öllum gögnum eytt.

Hvernig uppfæri ég greiðslukort mitt?

Ef þú skráir þig inn á viðskiptavinasvæðið þá getur þú uppfært greiðslukortaupplýsingar þínar þar. Eftir að þú hefur uppfært upplýsingar þínar þá mun kerfið reyna aftur með nýjum upplýsingum.

Hvað ef ég vil(l) uppfæra þjónustuna?

Hafðu samband við söludeild og þeir munu uppfæra hana fyrir þig. Í sumum tilfellum þarft þú að skrifa undir stafrænt skjal innan viðskiptavinasvæðisins.

Get ég borgað með bankamillifærslu?

Þú getur sótt um það á netinu að greiða reikning árlega eða reikninga vegna ákveðinna verkefna með því að fylla út form og þú munt fá samþykki eða upplýsingar um hvernig þú getur orðið hæfur til umsóknar. Sjá hlekk að neðan:

https://myzone.examinare.com/is/contract/

Get ég hætt með þjónustu mína tímabundið og síðan haldið áfram síðar?

Við styðjum ekki ókeypis biðstöðu þjónustu þinnar. Hinsvegar, það er möguleiki að þú getir sett gögnin þín í biðstöðu í allt að 9 mánuði fyrir gjald. Hafðu samband við söludeild til að fá að vita hversu hátt þetta gjald er í þínu tilfelli. Meðan í biðstöðu, þá munu engar ytri þjónustur, ekki takmarkað við innskráningar og API aðgerðir, virka.