Kannanakerfi
 

Hannaðu kannanir þínar á réttan hátt með kannanakerfi Examinare.

Í Kannanakerfi Examinare finnurðu allar helstu tegundir spurningaforma til að útbúa hina fullkomnu könnun. Við íþyngjum ekki notendum okkar með tæknilegum smáatriðum og viðtakendur munu ávallt vita hvernig á að svara könnunum þínum.

Dæmi um könnun:
Tölvu útgáfa (Smartphone/Tablet/Desktop)

Farsíma útgáfa (Wap/2G/3G)
 

Examinare einingar og samþættingar

MISMUNANDI FORM SVARMÖGULEIKA:

Fjölvalsspurning (velja einn svarmöguleika)

Algengasta form kannana og spurningalista. Einnig er hægt að bæta við dálki fyrir athugasemdir og fá þannig meiri upplýsingar frá viðtakendum á auðveldan hátt.

Dæmi um notkunarmöguleika:

– Kyn
– Aldurshópur
– Já eða Nei Spurningar

og margt fleira.

Prófaðu núna!

Fjölvalsspurning (ekkert eða mörg svör möguleg)

Notað í könnunum þegar þú vilt að viðtakendur hafi möguleika á fleiri en einu svari við spurningu. Examinare skráir einnig ef ekkert svar er valið auk þess sem hægt er að gera spurninguna óvalkvæða.

Dæmi um notkunarmöguleika:

– Spurningar varðandi þjónustu
– Spurningar varðandi notkun
– Velja einn eða fleiri valmöguleika

og margt fleira.

Prófaðu núna!

Textaspurning (1 svar skrifað inn)

Notað þegar þú vilt að viðtakendur svari með því að rita inn texta. Fullkomnari útgáfa af þessari spurningu er “Textaspurning (mörg svör)”.

Dæmi um notkunarmöguleika:

– Skrifaðu nafn þitt
– Hvað finnst þér um…
– Af hverju myndi þér ekki líka...

og margt fleira.

Prófaðu núna!

Osgood-skali (skali milli andstæðra orða)

Osgood-skalinn er oft notaður í könnunum varðandi vörumerki og tilfinningar. Grunnhugmyndin er að tefla mismunandi tilfinningum gegn hvorum öðrum. Hægt er að hafa þrepin í skalanum milli tveggja til sjö punkta.

Dæmi um notkunarmöguleika:

– Heitt og Kallt
– Skært og Dauft
– Sniðugt og Heimskulegt

og margt fleira.

Prófaðu núna!

Stigulskali (Gradient scale)

Oft notaður í könnunum þar sem viðtakendur meta þjónustustig mismunandi deilda innan fyrirtækis eins og þjónustuver, innheimtudeild o.s.frv. Einn stigulskali getur minnkað notkun fjölvalsspurninga en getur líka gert könnun þína fullkomnari fyrir hinn almenna viðtakanda og í því tilviki minnkað fjölda svara.

Dæmi um notkunarmöguleika:

– Hvernig metur þú þjónustu mismunandi deilda fyrirtækis okkar: Þjónustuver, innheimta, tækniþjónusta, söludeild.
– Hvernig metur þú eftirfarandi þætti í þjónustu okkar: Verð, aðstoð, tími að lausn erindis, viðmót starfsmanna gagnvart viðskiptavini

og margt fleira.

Prófaðu núna!

Leiðbeiningar

Leiðbeiningar eru í raun ekki tegund af spurningu heldur eru notaðar til að útskýra nánar næstu skref og er hægt að setja inn hvar sem er í könnun eða spurningalista.

Dæmi um notkun:

– Næstu skref
– Hvað hafa ber í huga við að meta Osgood eða stigulskala spurningar
– Geta innihaldið almennar upplýsingar

og margt fleira.

Prófaðu núna!

Textaspurning (mörg svör skrifuð inn)

Textaspurningin (mörg svör skrifuð inn) er fullkomnari útgáfa af upphaflegu textaspurningunni. Hægt er gera alla reitina skilyrta eða valfrjálsa og nýtist vel til að fá upplýsingar frá viðtakendum.

Dæmi um notkunarmöguleika:

– Skrifaðu inn: Nafn, heimilisfang, póstnúmer og land.
– Skráðu raðnúmer þitt eða vöru sem þú ert að nota frá okkur til að senda inn þjónustubeiðni.
– Farðu yfir og leiðréttu eftirfarandi upplýsingar þínar

og margt fleira.

Prófaðu núna!

VIÐTAKENDUR

Þú getur náð til þíns markhóps með öllum hugsanlegum samskiptaleiðum eins og snjalltæki, vefsíðu eða venjulegri símalínu. Könnun sem þú sendir getur verið opin eða lokuð, allt eftir því hvers eðlis markhópurinn er og hver þín viðskiptalegu markmið eru.

Prófaðu núna!

 

Opnar kannanir og spurningalistar.

Með því að nota þessa aðgerð getur þú deilt könnun þinni með hlekk inni á heimasíðu fyrirtækisins eða t.d. sent hana með mánaðarlegu fréttabréfi fyrirtækisins. Öll svör í slíkri könnun eru 100% nafnlaus.

Prófaðu núna!

 

Lokaðar kannanir og spurningalistar.

Með því að nota þessa aðgerð getur þú sent boð um þátttöku í könnun með tölvupósti eða smáskilaboðum. Hver móttakandi fær persónulegan hlekk inn á könnunina og Examinare kannanakerfið tryggir að enginn þátttakandi geti svarað oftar en einu sinni. Öll svör er hægt að rekja til viðtakanda, en hægt er að gera svörin 100% nafnlaus í lokaskýrslum.

Prófaðu núna!

SKÝRSLUGERÐ

Þú getur ávallt skoðað niðurstöður könnunar í rauntíma, óháð fjölda svara. Ferlið við að greina niðurstöður og útbúa skýrslu er einfalt og þægilegt. Þetta er framkvæmt með mismunandi tímasparandi aðferðum sem eru listaðar hér að neðan.

Prófaðu núna!

 

Myndrit

Með Kannanakerfi Examinare getur þú á einfaldan og fljótlegan hátt fengið fram aðgengilegar niðurstöður í formi myndrita. Ertu á fundi? Vantar þér upplýsingar samstundis? Notaðu myndritin og fáðu svör við spurningum þínum beint á skjáinn.

Prófaðu núna!

 

Skoða stök svör

Með Kannanakerfi Examinare er ekki bara mögulegt að sjá samanteknar niðurstöður heldur líka að rýna í stök svör úr könnun. Hægt er að prenta út niðurstöðurnar beint úr valmynd skýrslna.

Prófaðu núna!

 

Útiloka svör

Í opnum könnunum koma stundum svör sem augljóst er að ekki eru gerð af heilum hug. Við þessu má búast þar sem þú ert að senda út til allra og við erum nú einu sinni að vinna með fólk. Ekki hafa áhyggjur, opnaðu svarið í Stök svör og smelltu á "Útilkoka". Kerfið heldur utan um fjölda útilokaðra svara og hægt er að hafa þau með í lokaskýrslunni ef þess er óskað.

Prófaðu núna!

 

 

Flytja niðurstöður í MS Excel.

Viltu vinna með gögnin þín í töflureikni? Það er einfalt að flytja gögnin að hluta eða öllu leiti inn í Excel. Einn músarsmellur er allt sem þarf, og eftir augnablik getur þú byrjað að vinna með gögnin í MS Excel.

Prófaðu núna!

 

Flytja niðurstöður á PDF-form.

Viltu fá skýrslu á PDF formi? Farðu inn á valmynd skýrslna og veldu PDF. Þar geturðu nálgast ítarlega skýrslu með myndritum sem hægt er að hlaða niður á fáeinum sekúndum. Kannanakerfi Examinare leiðir þig í gegnum hvert skref.

Prófaðu núna!

 

 

Flytja niðurstöður í SPSS

Notar þú SPSS? Ef svo er þá ert þú einum músarsmelli frá því að greina kannanir þínar með SPSS. Við höfum skrár á .sva og .sps sniði sem þú getur niðurhalað.

Prófaðu núna!ÖRYGGI

Hjá Examinare leggjum við mikla áherslu á öryggi gagna. Við notum nýjustu SSL-dulkóðun og hýsum gögnin í gagnaverum með hæstu öryggisstaðla. Við höfum einnig möguleikan á því að leyfa aðeins ákveðnum IP tölum að skrá sig inn í kerfið ef þú vilt takmarka aðgang að svæði kerfisstjóra.

 • SSL dulkóðun;
 • IP-tölu læsing á reikning kerfisstjóra;
 • Örugg gagnaver með eftirlit allan sólarhringinn;
 • Öryggisafrit á klukkustundar fresti ef þú vilt geta endurheimt eitthvað sem þú eyddir.

Lestu nánar

Mikil áhersla á persónuvernd.

Við leggjum mikla áherslu á persónuverd, ekki aðeins fyrir þig, heldur einnig fyrir viðtakendur könnunar. Þess vegna vistum við aldrei persónulegar upplýsingar um viðtakendur í smygildi (cookies) eða annarsstaðar utan forritsins.
Ef þú ert að vinna með viðkvæm gögn, þá getum við fullvissað þig um að við afritum engin gögn, fyrir utan öryggisafrit. Við gætum þagnarskyldu gagnvart okkar viðskiptavinum, smáum sem stórum. Við skrifum með ánægju undir þagnarskyldusamning við notendur okkar ef þess er óskað.

Lestu nánarÚTLIT

Hvað fær viðtakendur til að svara könnun? Flott hönnun eða einfalt og þægilegt viðmót. Með kannanakerfi Examinare þarftu ekki að velja, við höfum bæði!

Vörumerki, litur könnunar og snið, upphafssíða, þakkarsíða, stærð leturs og fleiri útlitssnið er hægt að sníða að vild í kerfinu. Þú getur einnig notað CSS kóða til að skapa þitt eigið útlit. Þú getur látið ímyndunaraflið ráða og búið til það útlit á könnunina sem þér hentar.

Prófaðu núna!

Þitt eigið lógó og sérsniðið útlit könnunar.

Settu inn þitt eigið lógó og útlitsstíl með einum músarsmelli eða vertu þróaðri og notaðu CSS stílsniðs möguleika okkar. Ef þú breytir lógó þínu geturðu uppfært allar kannanir og spurningalista með því að breyta lógóinu á einum stað. Ef þú vinnur að verkefni þar sem þú vilt hafa annað útlit þá getur þú notað það á eins auðveldan hátt og grunnsniðið innan sama fyrirtækis eða verkefnis.

Prófaðu núna!

Lýstu könnun þinni á upphafssíðu og ljúktu með þakkarsíðu.

Ef þú vilt hefja könnunina á almennum upplýsingum, t.d. um tilgang könnunar, þá er einfalt að virkja upphafssíðu á kannanaforminu.

Þú getur líka notað þakkarsíðu! Hún birtist viðtakendum þegar þeir hafa lokið við að svara könnun og verður í öllum þínum könnunum.

Prófaðu núna!

Einhverjar áhyggjur vegna slæmrar sjónar?

Í Kannanakerfi Examinare getur þú á auðveldan hátt stillt stærð leturs á skjánum. Öll kannanaform hafa aðgerðir vegna slæmrar sjónar. Með einum músarsmelli er hægt að stækka leturgerð texta á öllum kannanaformum.

Prófaðu núna!FULLÞÝTT OG STAÐFÆRT KANNANAKERFI.

Kannankerfi Examinare hefur verið þýtt á yfir 25 tungumál og getur notast við bæði vinstri-til-hægri og hægri-til-vinstri skrifstíla. Eftirfarandi tungumál eru núna í boði í kerfi okkar og hægt að nota fyrir hvaða Examinare reikning sem er.

 • Icelandic (Icelandic)
 • Swedish (Svenska)
 • English US (English US)
 • English UK (English UK)
 • German (Deutsch)
 • Thai (ไทย)
 • Norweigan (Norsk)
 • Danish (Dansk)
 • French (Français)
 • Spanish (Español)
 • Japanese (日本語)
 • Simplified Chinese (简体中文)
 • Arabic (العربية)
 • Russian (Русский)
 • Portuguese (Português)
 • Portoguese Brazil (Portuguese BRAZIL)
 • Hindi (हिंदी)
 • Filipino (Tagalog)
 • Finnish (Suomi)
 • Dutch (Nederlands)
 • Italian (Italiano)
 • Polish (Polski)
 • Hebrew (עברית)
 • Ukrainian (Українська)
 • Greek (Ελληνικα)
 • Turkish (Türkçe)
 • Macedonian (Македонски)
 • Lithuanian (Lietuvos)
 • Czech (Czech)
 • Afrikaans (Afrikaans)
 • Estonian (Estonian)
 • Swahili (Swahili)
 • Burmese (မြန်မာစာ)
 • Korean (한국의)
 • Serbian (српски)
 • Indonesian (bahasa Indonesia)
Prófaðu núna!VIÐ BJÓÐUM EINNIG UPP Á VEFÞJÓNUSTUR FYRIR HUGBÚNAÐARÞRÓUN (API).

Þú eða forritari þinn getið notað yfirgripsmikla vefþjónustur okkar (API) til að senda kannanir sjálfvirkt, sækja gögn um viðtakendur eða sækja niðurstöður.

Þú getur einnig notað vefþjónustur (API) til að halda utan um dreifingu á símakönnunum og Magic Polls™.

Prófaðu núna! Lestu nánar um þetta í kaflanum um hugbúnaðarþróun