Þýddu könnun þína yfir á annað tungumál.

Kannanakerfi Examinare veitir þér þann möguleika að búa til mismunandi tungumála útgáfur af sömu könnun. Til að byrja að þýða könnun þína smelltu á "Þýða" hnappinn í valmyndinni vinstra megin.

Það eru tvær útfærslur mögulegar fyrir þig til að gera þetta. Vandaðu valið á þeirri sem hentar þér.

Búðu til nýja tungumála útgáfu inni í sömu könnun.

Ef þú vilt gera viðtakendum þínum kleift að velja í tungumála útgáfu af könnun þinni á að taka þátt í, veldu þá þennan hnapp. Viðtakendur þínir munu sjá tungumálavalið með öllum tiltækum tungumála útgáfum könnunarinnar.

Til að búa til tungumála útgáfu, veldu fyrst tungumálið sem þú ætlar að þýða yfir í:

Settu inn þýðingu á spurningum og svarmöguleikum inn í viðeigandi svæði. Fyrir neðan hverja spurningu þá munt þú sjá "Vista" hnapp.

Smelltu á hann í hvert sinn sem þú klárar þýðingu á einni spurningu.

Eftir að þú smellir á "Vista" hnappinn undir spurningunni, þá verður hann grænn, sem þýðir að þýðing hennar á völdu tungumáli er vistuð í Examinare kerfinu.

Ef þú vilt fjarlægja núverandi tungumála útgáfu, smelltu þá bara á "Fjarlægja" hnappinn efst í hægra horninu á síðunni. Hafðu í huga að þessa aðgerð er ekki hægt að taka til baka!

Settu þýðingarnar og vistaðu þær fyrir allar spurningar könnunar þinnar til að klára tungumála útgáfuna.

Athugaðu að ef þú gerir einhverjar breytingar á texta upphaflegu spurningarinnar, þá ættir þú líka að breyta tungumála útgáfunni. Annars gæti verið að þýðing spurningar myndi ekki virka rétt.

Búa til aðskilda tungumáls útgáfu af könnunar skrá þinni

Ef þú vilt ekki bæta við tungumálsrofa við könnun þína og vilt í staðinn búa til aðskilda tungumáls útgáfu af henni, veldu þá þýðingarstjórnborð.

Hér inni, veldu tungumálið sem þú ert að þýða könnunina yfir í og fylltu út viðeigandi þýðingar svæði. Neðst á síðunni finnur þú hnappinn "Vista í þýðingarskrá". Hann býr til ".examinare" skrá, sem hægt er að flytja inn í kannana hluta Examinare kerfis og síðan breytt á venjulegan hátt.

Ef þú þarft að þýða áður vistaða ".examinare" skrá yfir í annað tungumál, heimsæktu þá innflutningshluta þýðingarstjórnborðsins á https://manual.examinare.com/tools/translate/ . Hladdu upp þinni “.examinare” skrá og þú munt geta þýtt og unnið með hana eins og þegar hefur verið lýst.