Innifela mynd eða margmiðlunarskrá

Ef þú vilt sýna mynd eða spila MP3 skrá þegar kemur að spurningu þá getur þú bætt skrám við spurningu þína með því að fylgja eftirfarandi skrefum:

Farðu inn í breytingarhátt kannana “Kannanir”->”Breyta” í könnuninni.

Finndu spurninguna sem þú vilt bæta skrá(m) við og smelltu á "Innifela skrá" valkostinn. Nú getur þú bætt skrám við spurninguna með því að smella á "Velja skrá", síðan eftir að hafa valið skránna ýttu á hnappinn sem merktur er "Vista".

Þú getur hengt eins margar skrár við eins og þér sýnist. Hafðu hinsvegar í huga að þetta getur haft áhrif á svarhlutfall könnunar þinnar.