Búa til / Breyta könnun

TIL AÐ BÚA TIL NÝJA KÖNNUN, FYLGDU SKREFUNUM HÉR FYRIR NEÐAN:

Byrjaðu með því að smella á "Kannanir" í valmyndinni, smelltu á "Búa til nýja könnun" í hliðarvalmyndinni. (Sjá kaflann fyrir neðan um að búa til)

Ef þú vilt bæta við nýrri spurningu í könnun sem er þegar til þá ferð þú í "Kannanir"->"Breyta" á könnuninni sem þú vilt breyta.

Fylltu út nafn könnunar þinnar, nafnið er ekki sýnilegt viðtakendum þínum, veldu síðan aðferð til svörunar samkvæmt leiðbeiningum að neðan:

FJÖLVALSSPURNINGAR (1 SVAR MÖGULEGT)

"Fjölvalsspurning (1 svar mögulegt)" mun gefa viðtakendum þínum sett af svörum þar sem þeir geta aðeins valið eitt. Skráðu inn val þitt í svæðið "Valkostir (1 á röð)".

Ef þú vilt að viðtakendur geti skráð inn texta þegar notaður er til dæmis valkosturinn "Annað" þá getur þú virkjað 1 valkost sem frjálsan texta með því að velja valkostinn í reitnum fyrir neðan nafnið "Frjáls texti".

FJÖLVALSSPURNINGAR (EKKERT EÐA NOKKUR SVÖR MÖGULEG)

Ef þú vilt að viðtakendur þínir geti svarað meira en einum valkosti í spurningu þá getur þú notað þessa aðferð við svörun. Sjálfgefið er að þessi aðferð við svörun leyfir viðtakendum þínum að sleppa spurningunni.

Ef þú vilt hafa með valkost sem er svæði fyrir frjálsan texta þá getur þú hakað við frjálsan texta svæðið á neðri hluta skjásins.

Ef þú vilt afvirkja möguleikann fyrir viðtakendur þína að sleppa spurningu af þessari tegund þá getur þú stillt það með því að smella á "Ítarlegri stillingar" í valmynd breytinga og virkjað valkostinn "Auð svör ekki möguleg þegar spurning er skilyrt."

TEXTASPURNING

Þessi aðferð til svörunar veitir viðtakendurm þínum þann möguleika að skrifa frjálsan texta sem svar.

Vinsamlegast athugið upplýsingatextann sem sýndur er í þessum hluta.

OSGOOD-SKALI (SKALI MEÐ ANDSTÆÐUM HLUTUM)

Osgood-skali er venjulega notaður í spurningum um gildi og valkosti aðallega til að fá hugmynd um það hvað viðtakendum finnst um vörumerki. Til að nota þessa spurningu þarft þú að minnsta kosti 2 línur á -/+ svæðin og velja skala milli 3 og 7.

Ef þú vilt búa til könnun fyrir spurningar um hvernig fólki líkar þjónustu við viðskiptavini o.s.frv. þá getur þú notað annan valkost “Stigulskala”. Mundu að þú ættir bara að nota Osgood-skala fyrir fólk sem er vant því að svara þessari tegund spurninga.

STIGULSKALI (E. GRADIENT SCALE)

Stigulskali lætur þig spyrja spurninga eins og "Hvað finnst þér um okkar..." og hafa með þessari spurningu skala af stigum þar sem viðtakandinn getur gefið mismunandi deildum í fyrirtæki þínu stig. Þú gætir að sjálfsögðu spurt annarra spurninga með þessari svörunaraðferð.

Veldu fyrst réttan fjölda af "Skölum milli andstæðra hluta" og skráðu síðan að minnsta kosti 2 valkosti í "Valkostir (1 á línu)".

LEIÐBEININGAR

Leiðbeiningar eru ekki spurningar í sjálfu sér, þessi svörunaraðferð birtir blokk af texta þar sem þú getur upplýst viðtakendur þína. Þetta er mjög nytsamlegt þegar verið er að lýsa flóknum hlutum í könnun þinni áður en viðtakandinn heldur áfram.

TEXTASPURNING (MÖRG SVÖR SKRÁÐ INN)

Þessi aðferð til svörunar hjálpar þér við að búa til sett af reitum fyrir frjálsa texta þar sem þú getur gert hvern textareit að skyldureit eða ekki.