Kannanakerfi
 
 

Allt hefst með kannanasmiðjunni okkar.

Að búa til könnun hefst á því að búa til fyrstu spurninguna og bæta síðan spurningum við einni á eftir annarri í rökréttu framhaldi.

Ferlið við að búa til könnun er gert til að vera einfalt og augljóst en samt með fjölmörgum möguleikum fyrir smíðina. Þessi nálgun gerir kleift að leysa verkefni með háu flækjustigi á stuttum tíma.

Verð

Forskoðið spurningar kannanarinnar áður en vistað er.

Á meðan spurning könnunar er búin til eða breytt þá er neðst á síðunni rammi sem sýnir hvernig spurningin muni líta út í endanlegri útgáfu á mismunandi tækjum. Hann sýnir núverandi hönnun könnunar þinnar.

Það eru einnig forskoðunaraðgerðir í gegnum ferlið sem gera það auðvelt fyrir þig að halda gæðum hönnunar í gegnum ferlið.

Verð

Þýðið og staðfærið kannanir ykkar.

Búðu til mismunandi tungumálaútgáfur innan sömu könnunar eða gerðu sérstaka könnun fyrir þína tungumálaútgáfu.

Settu viðkomand frasa inn í svæðin og vistaðu þá. Á þennan hátt fær viðtakandi þinn möguleika á að velja á hvaða tungumáli þeir vilja svara.

Sem valkost getur þú búið til sérstaka könnun á grunni núverandi. Að velja þennan valkost opnar þýðingarskjá sem hentar til að þýða núverandi könnun og vista hana að lokum fyrir frekari innflutning í kerfið. Þú getur einnig sérsniðið meira á þennan hátt fyrir einstakar kannanir.

Verð

Bættu við eða flyttu inn þáttakendur á auðveldan hátt.

Til að skipuleggja dreifingu kannana til viðtakenda þinna þá getur þú skráð eða flutt viðtakendur beint inn í Examinare.

Að skrá viðtakendr er einfalt ferli sem snýst um að skrá inn grunnupplýsingar eins og nafn, tölvupóst, fæðingardag o.s.frv. inn í viðkomandi svæði. Notandinn skipar viðtakendum í hópa fyrir rétta dreifingu og nánari nákvæma greiningu.

Að flytja viðtakendur inn er skipulagt með því að niðurhala Excel sniðmáti í viðeigandi hluta, líma þær upplýsingar sem þarf inn í það og hlaða því aftur upp í Examinare kerfið.
Examinare greinir síðan efnið og býr til viðtakendahópana út frá því.

Verð

Bjóða þátttöku með SMS.

Ferlið við að senda kannanir með SMS er stutt og fljótlegt. Það felst í að skrifa texta skilaboðanna og staðfæringar með því að velja viðtakendahópinn eða viðtakendur einn af öðrum og tilgreina tíma SMS sendingar.

SMS sending virkar samkvæmt SMS inneignum sem þarf að panta áður en þú getur sent út nokkur boð. Hlekkurinn í könnunina er sjálkrafa innifalinn í SMS skilaboðunum.

Við styðjum alla stafi í stafrófi alls heimsins fyrir texta skilaboða þinna.

Verð

Bjóða þátttöku með tölvupósti.

Að senda út kannanir með tölvupósti er ekki mjög ólíkt því að skrifa einstaka tölvupósta til einhverra tengiliða þinna með venjulegri tölvupóstþjónustu.

Settu bara inn efni tölvupóstsins, texta, veldu viðtakendahóp eða einstaka viðtakendur og tilgreindu tíma sendingar.

Það eru engin takmörk á fjölda tölvupósta sem hægt er að senda samtímis. Hinsvegar þá notum við ferli sem gerir það að verkum að töf upp á nokkrar sekúndur og upp í nokkra mínútur myndast á milli tölvupósta til sama fyrirtækis. Þetta verndar tölvupóstinn þinn fyrir því að verða settur á svartan lista af SPAM síum.

Verð

Búa til sprettiglugga á vefsíðuna.

það er ekkert auðveldara en að búa til glugga fyrir boð í könnun (einnig þekktur sem sprettigluggi) fyrir vefsíður þínar. Hann er ekki takmarkaður af sprettiglugga hindrunum eða vírusvörnum og því hægt að nota frjálslega á hvaða vefsíðu eða skoðunartæki.

Allt sem þarf til að búa til sprettigluggann er að velja útlit gluggans og skrifa skilaboðin til að bjóða þáttöku. Ef smellt er á "Show" hnappinn eftir það þá er JavaScript kóði framleiddur og sýndur. Afritið hann einfaldlega og límið inn á vefsíðu ykkar. Sprettigluggi vefsíðu hefur verið settur upp! Sjálfgefið er að hann verði birtur einu sinni fyrir hvern þann sem heimsækir vefsíðuna.

Verð

Grunn og ítarlegri skýrslugerð er einfölduð!

Eftir hvert móttekið svar við könnun þá eru myndritin í Examinare uppfærð og endurreiknuð þannig að á hverri stundu þá getur þú verið viss um að þú sjáir nýlegustu niðurstöður.

Hluti niðurstaðna og myndrita innihelur margar nytsamlegar greinigaraðgerðir eins og síun niðurstaðna samkvæmt mismunandi kennistærðum, útilkoka svör, krosstengslatöflur, athuga einstök svör, greiningu á frjálsum texta o.s.frv.

Almennar eða síaðar niðurstöður er hægt að forma í sérfræðiskýrslur og niðurhalað á vinsælasta skráarsniðunum eins og Word, Excel, PDF eða RAW Data.

Verð

Vertu skapandi í hönnun þinni.

Hönnun könnunar er hinn frjálsi hluti Examinare fyrir aðlögun. Þetta þýðir að hægt er að breyta eða endurskapa alla hluta útlitsins eftir þörfum þínum. Að breyta tegund myndmerkis, lit könnunarglugga og öllum atriðum hans, stærð stafa, texta og hlekk á "Upphafssíðu" og "Takk fyrir síðu" eru kennistærðirnar sem krefjast aðeins nokkurra músarsmella til að stilla.

Að auki þá er hægt að setja upp og búa til með aðstoð CSS alla hluta útlitsins sem ekki er hægt með viðmótinu.

Verð

Samþættu og tengdu við kerfi þín.

Hægt er að útvíkka Examinare með hjálp API tenginga þess.
Hægt er að samþætta Examinare að fullu inn í hvaða þriðja aðila CRM eða bakvinnslu skrifstofuhugbúnað sem er.

Fjölbreytt safn aðgerða gefur hönnuðum frelsi og verkfæri til að gera boð um þátttöku sjálfvirk, sækja nauðsynleg gögn viðtakenda og svör.

Við vorum þau fyrstu í faginu með sterka API tengingu og yfir milljón beiðnir gerðar til okkar API á hverri klukkustund.

Verð