Einfaldasta leiðin til að búa til rafrænar kannanir.

Kannanakerfi Examinare gerir þér kleift að hanna, senda og greina niðurstöður könnunar á einfaldan og þægilegan hátt.

Prófaðu núna!

Samþætting kerfa

Með kannanakerfi Examinare getur þú samþætt þjónustu okkar með þínum núverandi kerfum. Við bjóðum upp á viðbætur fyrir ólík kerfi, til dæmis miðasölukerfið Zendesk og netsölukerfin Prestashop og WooCommerce. Eða hvað fyndist þér um að fá allar skýrslur sem Examinare skapar sendar beint inn í Dropbox? Með Examinare eru möguleikarnir óendanlegir.

Hámarks öryggi

Skýþjónusta okkar er að mestu leiti staðsett í Svíþjóð með möguleika á staðbundinni gagnageymslu í Evrópu, Rússlandi og Bandaríkjunum. Við tryggjum öryggi gagna þinna og vöktum netþjóna okkar allan sólarhringinn, árið um kring. Við tökum afrit af gögnum þínum á klukkustundar fresti ef svo óheppilega vill til að þú eyðir einhverju fyrir slysni.

Notendavænt

Ekkert annað kannanakerfi býður upp á álíka þjónustu við notendur. Við aðstoðum notendur í gegnum tölvupóstsamskipti og símafundi. Ertu eigandi vöru eða þjónustu sem þú vilt bæta með hjálp okkar. Hafðu samband og við komum á fundi strax í dag!

VELKOMIN Í KANNANAKERFI EXAMINARE.

 • Kannanir, spurningalistar, skyndikannanir, rannsóknarverkefni og símakannanir.
 • Náðu til viðskiptavina þinna eftir þeirri boðleið sem hentar best.
 • Einföld greining og skýrslugerð.
 • Þýtt og staðfært á yfir 25 tungumálum.
 • Hámarks öryggi.
(Þú getur séð nokkra af okkar ánægðu viðskiptavinum hér að neðan)

EINFALT Í UPPSETNINGU OG SJÁLFVIRK SKÝRSLUGERÐ

 • Ótakmarkaður fjöldi kannana, spurningalista og skyndikannana;
 • 7 tegundir spurninga og svarmöguleika;
 • Skip-logic aðgerð (aðgerð sem breytir því hvaða spurning kemur næst eftir því hvernig núverandi spurningu er svarað);
 • Sérsniðin hönnun eftir þínum þörfum;
 • Niðurstöður í rauntíma og sjálfvirk skýrslugerð;
 • Hægt að flytja niðurstöður í Excel, Word, PDF og SPSS.

ÞÝTT OG STAÐFÆRT

 • Þýtt og staðfært kannanakerfi á yfir 25 tungumálum;
 • Styður við prentstíla bæði frá hægri-til-vinstri og vinstri-til-hægri;
 • Notendahandbók á ensku og 7 öðrum tungumálum;
 • Aðstoð í gegnum tölvupóst, netspjall og síma á ensku, sænsku og rússnesku;
 • Styður við upplýsingar á UTF-8 formi.
Prófaðu núna! Lestu nánar

ÖRYGGI

 • SSL-dulkóðun tryggir öryggi gagna;
 • SSL stuðningur fyrir farsíma;
 • Engar persónulegar upplýsingar vistast í smygildi (cookies);
 • Möguleiki á að hindra aðgang valinna IP talna;
 • Eftirlit allan sólarhringinn, allan ársins hring.
Prófaðu núna! Lestu nánar